Uncategorized — 26/07/2014 at 12:03

Arsenal að kaupa Calum Chambers

by

Calum Chambers

Arsenal hefur samið um kaupin varnarmanninum á Calum Chambers, leikmanni Southampton.

Hinn 19 ára gamli Calum Chambers, hann getur spilað sem hægri bakvörður, miðvörður eða miðjumaður og hefur verið talinn einn af þeim efnilegustu leikmönnunum í enska fótboltanum í langan tíma og svo virðist sem að Arsenal hafi unnið kapphlaupið um leikmanninn og umsamið kaupverð gæti farið upp í allt að 20 milljón pund.

Talið er að Chambers hafi nú þegar farið í læknisskoðun hjá Arsenal og talið að félagið borgi Southampton 13 milljónir punda til að byrja með.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool hafði áhuga á kappanum, en Chambers kaus að fara til London og spila fyrir Arsene Wenger og félaga

Chambers átti fjögur ár eftir af samningi sínum við Southampton en varð spenntur um leið og Arsenal var talið hafa áhuga.

Calum Chambers hefur leikið 24 leiki fyrir U-17 og U-19 og skorað í þeim 5 mörk. Chambers kemur beint frá unglingastarfi Southampton og nú kemur meiri samkeppni fyrir hægri bakvarðarstöðuna þar sem að nú þegar er Carl Jenkinson og Mathieu Debuchy sem að sækjast eftir þeirri stöðu.

Ritari –  Davíð Guðmundsson

Comments

comments