Uncategorized — 17/08/2014 at 22:32

Arsenal að fá vængmann á láni frá Napoli?

by

Eduardo Vargas

Arsenal á Englandi er í þann mund að tryggja sér vængmanninn Eduardo Vargas frá Napoli samkvæmt miðlinum La Tercera í Síle.

Eduardo Vargas var á láni hjá Valencia á Spáni á síðustu leiktíð en hann er ekki inni í myndinni hjá stjóra Napoli, Rafael Benítez.

Samvkæmt La Tercera er Arsenal gríðarlega nálægt því að fá Vargas sem mun skrifa undir eins árs langan lánssamning við félagið.

Greint er frá því að Vargas eigi aðeins eftir að fara í læknisskoðun og verður hann svo tilkynntur sem leikmaður Arsenal á miðvikudaginn.

Eduardo Jesús Vargas Rojas er 24 ára gamall, fæddur 20 Nóvember 1989 í Satiago, Chile.
Síðustu 2 ár hefur Eduardo Vargas verið á láni hjá Gremio í Brasilíu og Valencia á Spáni frá Napoli þar sem að stjóri liðsins, Rafael Benitez er ekki með leikmannin inní myndini hjá sér fyrir komandi tímabil.

Síðan að Vargas byrjaði atvinnumannaferilinn sinn þá hefur leikmaðurinn spilað 157 leiki og skorað í þeim 44 mörk. Einnig hefur hann spilað 38 leiki með u20 og A-landsliði Chile og skorað í þeim 19 mörk þar af leiðandi 15 mörk fyrir A-landsliðið.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments