Uncategorized — 09/03/2015 at 22:17

Arsenal á Wembley og mætir Bradford/Reading

by

Welbeck loves

Arsenal er komið í undanúrslit enska bikarsins annað árið í röð eftir glæsilegan sigur á Manchester United á Old Trafford.

Það var Nacho Monreal sem skoraði fyrsta markið eftir frábæran undirbúning Alex Oxlade-Chamberlain en Wayne Rooney var ekki lengi að svara fyrir það.

Um miðbik seinni hálfleiks nýtti Welbeck sér mistök Antonio Valencia í botn, fíflaði David de Gea sem var kominn út til að freista þess að hreinsa og setti boltan í autt markið.

Hector Bellerin var heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald stuttu seinna fyrir klaufalegt brot, en Angel di Maria fékk að líta afar sérstakt gult spjald fyrir dýfu skömmu seinna, gerði gott betur en það og fékk beint rautt fyrir að toga í treyju dómarans við mótmæli sín.

Frábær frammistaða á Old Trafford og Arsenal mætir Bradford eða Reading á Wembley í undanúrslitaleiknum.

Comments

comments