Leikjaumfjöllun — 13/12/2015 at 17:34

Arsenal á toppinn í bili eftir sigur á Aston Villa

by

Arsenal v New York Red Bulls - Emirates Cup

Arsenal gerði sér góða ferð á Villa Park fyrr í dag og vann heimamenn í Aston Villa, 2-0.

Það var Olivier Giroud sem kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu en Aaron Ramsey var aðal maðurinn í frábærri skyndisókn sem kom Arsenal í 2-0 eftir 38 mínútna leik.

Ramsey hafði unnið boltan á eigin vallarhelming, brunaði með í sóknina og kláraði færið glæsilega fyrir opnu marki eftir óeigingjarna sendingu frá Mesut Özil.

Seinni hálfleikur var ekki upp á marga fiska en sigurinn var þó eiginlega aldrei í hættu og 2-0 sigur staðreynd.

,,Það var mikilvægt að klára góða viku fyrir okkur. Við gerðum það sem við þurftum í dag og tókum yfir leikinn með þann möguleika að komast á toppinn og við erum ánægðir með það,” sagði Ramsey.

,,Við trúum að sjálfsögðu að við eigum séns á að vinna deildina. Við höfum sýnt það hingað til hvað við getum gert og verðum bara að halda áfram því sem við erum að gera. Þetta er mjög þétt dagskrá á þessum hluta tímabilsins svo að við viljum bara halda einbeitingu og trú, koma okkur í gegnum þetta og hver veit hvað gerist þá. Við vitum að við getum barist um titla.”

Myndbrot úr leiknum:
Brotið á Theo Walcott og vítaspyrna dæmd
Annað mark Arsenal. Ramsey vinnur boltan og endar með því að skora!

EEO

Comments

comments