Uncategorized — 07/07/2014 at 10:32

Arsenal á HM: 8-liða úrslit

by

France v Germany: Quarter Final - 2014 FIFA World Cup Brazil

Við áttum 7 leikmenn í fjórum liðum þegar 8-liða úrslit byrjuðu en núna eigum við eftir 3 leikmenn í einu liði. Þannig að til þess að eiga heimsmeistara árið 2014 þurfa Þjóðverjar að vinna.

Enda brandarar að ganga núna:
Arsenal aðdáendur styðja Þjóðverja
Man City aðdáendur styðja Argentínu
Man Utd aðdáendur styðja Holland
Chelsea aðdáendur styðja Brasilíu
Liverpool aðdáendur styðja ennþá Suarez!!!

Kosta Ríka
Joel Campbell byrjaði inn á en var tekinn útaf eftir 66 mínútur þegar Kosta Ríka tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Hollendingum. Joel var frekar slappur í leiknum og virðist vera fríinu feginn.

Belgía
Vermaelen er enn meiddur og spilaði því ekkert þegar Belgía tapaði fyrir Argentínu 1-0.

Frakkland
Það var í þessm leik sem vitað var að einhver Arsenal maður færi heim, bara spurning hvort það væru tveir Frakkar eða þrír Þjóðverjar. Þýskir unnu þennan leik og því Giroud og Koscielny á leið heim. Báðir komu þeir inn á í leiknum, Kos á þeirri 72. mínútu en Giroud á 85.

Þýskaland
Özil var eini Arsenalmaðurinn sem spilaði þennan leik fyrir Þjóðverja. Podolski er ennþá meiddur og Mertesacker fékk flensuna. Özil var tekinn útaf á 83. mínútu.

Þýskaland mætir heimamönnum í Brasilíu á morgun.

Comments

comments