Uncategorized — 27/06/2014 at 22:10

Arsenal á HM: 3. umferð

by

Costa Rica v England: Group D - 2014 FIFA World Cup Brazil

Á morgun hefst 16-liða úrslitakeppni HM og því kjörið tækifæri að skoða hvernig Arsenal-“löndin” enduðu í sínum riðlum og hverja þau mæta, þ.e. þau sem komust áfram.

Spánn
Spánn var fyrir þessa umferð fallið úr leik en mættu Áströlum í síðasta leiknum. Cazorla byrjaði leikinn en var tekinn útaf á 68.mínútu. Hann fær loksins frí en hann fór í álfukeppnina síðasta sumar þegar aðrir voru í fríi.

Kosta Ríka
Kosta Ríka mætti Englendingum, Joel Campbell og félagar voru komnir áfram en hér voru Arsenal-menn að mætast í fyrsta skiptið á mótinu. Leiknum lauk 0-0 og vann því Kosta Ríka riðilinn og mæta þeir Grikkjum.

England:
Jack Wilshere byrjaði inn á í jafnteflisleiknum gegn Kosta Ríka en Alex Chamberlain er ekki enn búinn að ná sér og spilaði því ekkert.

Frakkland:
Frakkar voru komnir áfram en náðu að vinna riðilinn með markalausu jafntefli gegn Ekvador. Koscielny og Sagna spiluðu allan leikinn á meðan Giroud kom inná á 67. mínútu. Já Sagna er ennþá leikmaður Arsenal og verður það enn þegar Frakkar mæta Nígeríu.

Þýskaland:
Allir þrír Nallarnir byrjuðu inn á þegar Þjóðverjar unnu Bandaríkjamenn 1-0 og þar afleiðandi riðilinn. Podolski fór útaf í hálfleik á meðan Özil fór útaf á 89.mínútu. Eins og fyrr spilaði Per allan leikinn. Þjóðverjar mæta Alsír í næstu umferð.

Belgía:
Vermaelen spilaði ekkert vegna meiðsla þegar Belgía vann Suður-Kóreu 1-0 og kláruðu riðilinn með fullt hús stiga. Belgar mæta næsta Bandaríkjamönnum.

Suður Kórea:
Chu Young Park var ónotaður varamaður gegn Belgum og er á leið heim. Jafnfram hefur það verið gefið út af Arsenal að hann fái ekki samning sinn endnýjaðan og verður því án félags um mánaðarmótin.

Svona lítur þá 16-liða úrslitin út.

Brasilía – Síle
Kolombía-Urúgvæ
Hollan – Mexíkó
Kosta Ríka – Grikkland
Frakkland – Nígería
Þýskaland – Alsír
Argentína – Sviss
Belgía – USA

Arsenal átti fulltrúa í sjö löndum en bara fjögur þeirra komust áfram.

SHG

Comments

comments