Uncategorized — 23/06/2014 at 21:25

Arsenal á HM: 2. umferð

by

Switzerland v France: Group E - 2014 FIFA World Cup Brazil

Í gær endaði 2. umferð HM og því við hæfi að skoða hvernig leikmenn Arsenal stóðu sig.

Spánn
Santi Cazorla kom inná á 76.mínútu þegar Spánverjar töpuðu fyrir Síle 2-0 og urðu fyrsta liðið til að falla úr leik á HM. Sóknarleikur Spánverja sem hafði verið slakur varð töluvert skárri þegar hann kom inn á en það dugði ekki til.

Kosta Ríka
Joel Campbell var að venju í byrjunarliði Kosta Ríka þegar þeir unnu Ítali 1-0 og tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit. Joel var óheppinn að fá ekki víti í leiknum.

England:
Jack Wilshere var ónotaður varamaður þegar Englendingar töpuðu fyrir Úrúgvæ og eru því á leið heim, Alex Chamberlain er ennþá meiddur.

Frakkland:
Frakkland vann Sviss 5-2 og eru því komnir áfram. Olivier Giroud byrjaði inn á og skoraði fyrsta mark Frakka eftir 17.mínútur og lagði upp það þriðja. Hann fór svo útaf á 63.mínútu og þremur mínútum síðar kom Koscielny inn á.

Þýskaland:
Per Mertesacker og Mesut Özil byrjuðu báðir og kláruðu leikinn í frábæru jafntefli gegn Ghana 2-2. Per spilaði þarna sinn 100. leik fyrir Þjóðverja. Podolski kom ekkert inn á.

Belgía:
Vermaelen byrjaði inn á gegn Rússum í vinstri bakverði en fór meiddur útaf eftir um hálftíma leik. Belgar unnu 1-0 og eru komnir áfram.

Suður Kórea:
Chu Young Park spilaði aftur tæpan klukktíma. Hann byrjaði á vængnum en fór inn á miðju í siðari hálfleik, þá vaknaði liðið til leiks en það var of seint þar sem Alsír var að vinna 3-0 í hálfleik og enduðu á að vinna 4-2.

Það er ljóst að nokkrir Arsenal leikmenn er á leið heim eftir riðalkeppnina. Þó það sé gaman að eigi fulltrúa í þeim liðum sem eftir eru þá er alltaf gott að sjá leikmennina komast í frí eftir langt tímabil.

SHG

Comments

comments