Uncategorized — 04/07/2014 at 13:44

Arsenal á HM: 16-liða úrslit

by

20140704-133056-48656158.jpg

Núna á eftir eru að hefjast 8-liða úrslit og því kjörið að skoða hvernig Arsenal leikmönnum gekk í síðustu umferð.

Kosta Ríka
Joel Campbell spilaði allan tíman og skoraði úr sínu víti þegar Kosta Ríka vann Grikkland í vítaspyrnukeppni. Joel og félagar mæta Hollendingum á morgun.

Frakkland:
Frakkar spila við þjóðverja í 8-liða útslitum eftir að hafa slegið Nígeríu úr leik með 2-0 sigri. Koscielny og Giroud byrjuðu inn á en Giroud var tekinn útaf eftir klukkustunda leik.

Þýskaland:
Özil og Mertesacker spiluðu 120 mínútur þegar Þjóðverjar slógu út Alsír 2-1 en það var Özil sem skoraði sigurmarkið. Podolski var meiddur og spilaði því ekkert. Eftir smá stund mæta þeir Frökkum.

Belgía:
Vermaelen spilaði ekkert vegna meiðsla þegar Belgía vann USA 2-1 og mæta Argentínu á morgun.

Arsenal á næstflestu leikmennina eftir á HM, sjö talsins en eftir leiki dagsins og á morgun munu að minnsta kosti tveir fara heim.

SHG

Comments

comments