Uncategorized — 18/06/2014 at 18:42

Arsenal á HM: 1. umferð

by

 

Uruguay v Costa Rica: Group D - 2014 FIFA World Cup Brazil

Í gær endaði 1. umferð HM og því við hæfi að skoða hvernig leikmenn Arsenal stóðu sig.

Spánn
Fyrsti sem hefði geta tekið þátt var Santi Cazorla en sem betur fer fyrir hann þá tók hann ekki þátt í því þegar Holland niðurlægði núverandi Evrópu- og heimsmeistara.

Kosta Ríka
Fyrstur til að taka þátt var Joel Campbell, hann var jafnframt sá fyrsti til að leggja upp mark og skora mark. En þetta var eina Arsenalmarkið í þessari umferð. Kosta Ríka vann Úrúgvæ frekar óvænt 3-1 í þessum fyrsta leik þeirra.

England:
Jack Wilshere kom inn á undir lokin í tapi Englendinga gegn Ítölum en Alex Chamberlain er ennþá meiddur.

Frakkland:
Frakkland vann Hondúras 3-0 þar sem enginn Arsenal leikmaður byrjaði inn á. Já þið lásuð rétt!!! En Giroud kom inn á undir lokin.

Þýskaland:
Per Mertesacker og Mesut Özil byrjuðu báðir inn á í auðveldum sigri Þjóðverja á Portúgölum. Per spilaði allan leikinn en Özil fór útaf á 63. mínútu og 20 mínútum síðar kom Podolski inn á.

Belgía:
Vermaelen sat á bekknum allan tíman á meðan landar hans unnur Alsíringa.

Suður Kórea:
Chu Young Park spilaði fyrstu 56. mínúturnar í jafntefli gegn Rússum.

SHG

Comments

comments