Uncategorized — 03/10/2012 at 20:37

Arsenal 3-1 Olympiacos

by

Arsenal tók á móti vængbrotnu liði Olympiacos í Meistaradeildinni í kvöld.

Wenger talar um það ár eftir ár við fjölmiðla að það þarf „bara“ að vinna heimaleikina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þá kemstu áfram. En miðað við framistöðu Arsenal í fyrri hálfleik þá virðist hann ekki segja leikmönnum sínum það.

Ekkert hægt að tala um hann, hann var svo lélegur. Menn virtust ekki vera andlega tilbúnir í þennan leik og 7 sendingar fóru beint útaf og annað eins beint á mótherja. Arsenal voru þó heppnir og komust yfir en þökk sé skelfilegum varnarleik á jafnaði Olympiacos, sanngjarnt.

Arsenal komu miklu líflegri til leiks eftir hlé og náði Podolski að koma Arsenal í 2-1 eftir flottan undirbúning frá Gervinho. Allt útlit var fyrir því að leikurinn myndi enda 2-1 en á lokasúndunum skoraði Aaron Ramsey frábært mark og endaði leikurinn því 3-1.

Það var mikil barátta í Olympiacos liðinu og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum og gerðu þeir Arsenal liðinu afskaplega erfitt fyrir á köflum. Þremur stigum var þó landað í kvöld og er þá Arsenal á toppi B riðils með fullt hús stiga. Hin liðin í B riðli, Schalke og Montpellier gerðu 2-2 jafntefli. Arsenal var 65% með boltann og átti samtals 15 skot að marki en Olympiacos átti 19 skot að marki.

Francis Coquelin meiddist undir lok leiksins og verður að segjast að það leit ekki vel út. Maður getur ekki annað en farið að vorkenna Oliver Giroud en enn og aftur fékk hann flott tækifæri til að skora en enn brást honum skotlystin.


szólj hozzá: Arsenal vs Olympiakos 3:1 GOALS HIGHLIGHTS

BYRJUNARLIÐIÐ:
Vito Mannone
Carl Jenkinson
Thomas Vermaelen (c)
Laurent Koscielny
Kieran Gibbs
Francis Coquelin
Mikel Arteta
Santi Cazorla
Alex Oxlade-Chamberlain (71)
Lukas Podolski (79)
Gervinho (79)

BEKKURINN:
James Shea
Andre Santos
Johan Djourou
Aaron Ramsey (79)
Theo Walcott (71)
Andrey Arshavin
Olivier Giroud (79)

 

SHG  & KGÞ  🙂

Comments

comments