Uncategorized — 09/12/2012 at 14:37

Arsenal 2-0 WBA

by

Ef það var eitthvað eitt sem stóð uppúr í þessum leik þá var það Jack Wilshere.

Já, ekki dýfan hans Cazorla, ekki tvö mörk frá Arteta úr vítum í sama leiknum heldur frábær leikur Wilshere. Þessi magnaði leikmaður sýndi að hann er allur að komast í sitt besta form.

Arsenal vann í gær WBA 2-0 þar sem Arsenal stjórnaði leiknum allan tíman en þurftu tvær ódýrar vítaspyrnur til þess að skora. Sú fyrra fiskaði Cazorla með dýfu en sú seinni kom upp úr því að Chamberlain náði boltanum af WBA manni með því að brjóta á honum.

Arteta var svellkaldur og skaut á mitt markið í báðum spyrnunum. Arsenal fékk fullt af færum sem því miður nýttust ekki, en spilamennskan var betri en í síðustu leikjum.

SHG

Comments

comments