Uncategorized — 27/07/2012 at 13:53

Arsenal 0-2 Man City

by

Arsenal telfdi fram nokkuð sterku liði í fyrri hálfleik, sem og Man City. Gervinho, Walcott og Santos voru frammi. Arteta, Song og Diaby voru nokkuð sprækir á miðjunni. En Það var Jenkinson í hægri bakverðinum sem var bestur. Nokkrar frábærar tæklingar i vörninni og sterkur sóknarlega, það má þó skrifa seinna mark Man City á Jenkinson. Vermaelen, Gibbs,  Bartley og Fabianski voru hinir sem spiluðu.

Þó Arsenal hafi verið sprækir þá var mjög augljóst að Man City hefur spilað fleiri æfingaleiki en Arsenal á þessu undirbuningstímabili. Seningarnar hjá Arsenal voru oft á tíðum slappar og greinilega þreyta í fótunum, sérstaklega þegar líða fór á hálfleikinn. Það var Zabaleta sem skoraði fyrra mark Man City úr hraðaupphlaupi eftir að Arteta missti boltann klaufalega á miðjunni. Seinna mark Man City skoraði Yaya Toure eftir skelfilegan varnrleik hjá Arsenal og ekki hægt að fela sig á bakvið þreytu, Arsenal á að vera betra lið en það að fá á sig svona mark.

Wenger gerði fjórar breytingar í hálfleik; Chamberlain, Coquelin, Chamakh og Miquel kom inn á fyrir Arteta, Diaby, Walcott og Bartley. Afobe kom svo inn á á 58. mínútu fyrir Sontos. En rétt áður hafði Alex átt skot sem fór í báðar stangir Man City marksins. Á 65. múnútu fengu Aneke og Eastmond að koma inn á í stað Gervinho og Jenkinson.

Á þessum tíma hafði City bara gert eina breytingu. Þeir sátu djúpir og beittu skyndisóknum, mjög einkennilegt þar sem um var að ræða æfingaleik. Hefði haldið að menn vildu komast í form, ekki bara sitja djúpir og hvíla sig.

Eisfeld fékk annað tækifæri til að sýna sig þegar Song fór útaf á 75. mínútu. Það sem eftir lifði hálfleiks var lítið um færi, en Arsenal voru ekki feimnir við að skjóta fyrir utan teig en ekkert kom úr þeim skotum.

Lokatölur 2-0 fyrir Man City.

SHG

Comments

comments