Uncategorized — 18/08/2012 at 17:13

Arsenal 0-0 Sunderland

by

Arsenal hóf tímabilið í dag með leik gegn Sunderland á heimavelli. Eins og við mátti búast þá mættu gestirnir emð 11 leikmenn sem sátu á sínum vallarhelmingi. Arsenal sóttu því töluvert meira en Szczesny þurfti þó að verja tvisvar vel í fyrri hálfleik, þurfti svo ekki að koma við boltann í síðari hálfleik.

Wenger var með Cazorla og Podolski í byrjunarliðinu á meðan Giroud sat á bekknum. Cazorla var virkilega sprækur og virðist ekki þurfa tíma til að aðlagasta hraðanum á meðan Podolski þarf fleiri leiki. Hann kom sér þó í ágætis færi en varnarmenn Sunderland voru vel á verði. Cazorla hefði hins vegar geta skorað tvö mörk í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik fengu Arsenal aðeins eitt færi og það var dauðafæri sem Giroud fékk eftir frábæran undirbúning frá Cazorla, en á óskiljanlegan hátt hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því markalaust jafntefli sem er ekki alslæmt. Menn þurfa að aðlagast hver öðrum og menn eins og Sagna, Wilshere, Koscielny, Chamberlain og Rosicky eiga eftir að koma inn í þennan hóp.

SHG

Comments

comments