Uncategorized — 15/03/2012 at 21:52

Árlegt hlaup Arsenalklúbbsins og Arsenal

by

Frá og með 2012 þá verður Arsenalklúbburinn á Íslandi eða Arsenal Iceland árlega með 6,4 km hlaup til styrktar góðu málefni.

31. mars þá mun Arsenal F.C. vera með góðgerðarhlaup til styrkar Save the Children þar sem verður hlaupið 10 hringir í kringum Emirates Stadium eða 6,4 km. Á sama tíma verða flestir stuðningsmannaklúbbar með hlaup í sínu landi.

Þetta hefur verið gert í nokkur ár hjá Arsenal F.C. og öðrum stuðningsmannaklúbbum en í fyrsta sinn sem við ætlum að taka þátt. Einnig er á dagskrá að halda þessu áfram næstu árin og alltaf finna nýja og flotta staði til að hlaupa á.

Allir sem taka þátt, sama hvar þeir hlaupa, fá keppnisnúmer frá Arsenal F.C. og verða dregnir út vinningshafar úr þátttökunúmerunum. Auk þess þá verður tekinn mynd af öllum sem taka þátt og send til Arsenal F.C. og mun flottasta myndin vinna áritaða treyju frá Arsenal F.C.

Ekki mun kosta í hlaupið, en Arsenalklúbburinn mun gefa ákveðna fjárhæð til Save the Children fyrir hvern þátttakanda sem skráir sig í hlaupið.

Eins og áður segir fer hlaupið fram 31. mars og hefst það klukkan 12:00. Hlaupið verður frá Selskógi í Grindavík og þaðan að Bláa Lóninu. Þessi heimsfrægi túristastaður er kjörinn fyrir góðar myndatökur og ætti að auka líkurnar á að Íslendingur vinni treyjuna sem auðvitað allir vilja.

Til þess að skrá sig þarf að senda e-mail á hilmar@arsenalfc.is og er hægt að skrá sig fram að miðnæti 21. mars.

 

Comments

comments