Uncategorized — 18/03/2015 at 15:50

Árlega Arsenal hlaupið – Be a Gunner / Be a Runner

by

Hlaupaleið

Laugardaginn 11. apríl klukkan 11 mun Arsenal halda árlegt góðgerðarhlaup sitt, þar sem hlaupið verður 10 hringir (6,4km) um Emirates Stadium til styrktar Save the Children.

Arsenal hefur staðið fyrir þessu árlega í nokkur ár en flestir stuðningsmannaklúbbar Arsenal víðsvegar um heiminn taka þátt í hlaupinu ár hvert, en þetta er í þriðja skiptið sem við á Íslandi hjálpum til við að leggja þessu málefni lið.

Það kostar ekkert að hlaupa með og því engin ástæða til að láta sig vanta, en Arsenalklúbburinn mun gefa ákveðna fjárhæð til Save the Children fyrir hvern þátttakanda sem skráir sig í hlaupið.

Allir sem taka þátt fá keppnisnúmer frá Arsenal, en þeir munu síðan draga út vinningshafa út úr þátttökunúmerum en einnig munum við taka mynd af öllum og send til Arsenal FC þar sem flottasta myndin mun vinna veglega vinninga, svo sem áritaða treyju frá Arsenal FC.

Farið verður sama hring og í fyrra og sjá má mynd af hlaupaleiðinni efst í fréttinni. Fyrir þá sem ekki vita leiðina sem farið verður, þá byrjar hún frá Fylkisvelli, þaðan er fylgt veginum þar til komið er að Höfðabakkabrúnni, við hlaupum undir hana, niður Dalinn, framhjá BootCamp/CrossFit stöðinni við Rafstöðvarveg, frá BootCamp er hlaupið ca 400 metra áfram og þaðan tekið beygju til vinstri og hlaupið yfir brúnna yfir Elliðaánni.

Frá brúnni er farið til vinstri og fylgt veginum, farið undir Höfðabakkabrúnna hinum megin, hlaupið áfram meðfram veginum þar til þið beygið aftur inn að Árbæjarlaug/Fylkisvelli.

Endilega sendið skráningu á eythoro14@ru.is með fullu nafni.

EEO

Comments

comments