Uncategorized — 17/07/2013 at 21:13

Annar stórsigur í röð – Nú á Víetnam

by

olivier-giroud_2352223b

Arsenal lék sinn annan vináttuleik fyrr í dag, en óhætt er að segja að liðið byrji með látum. Þeir slátruðu landsliði Indónesíu 7-0 á dögunum og spiluðu í dag við lið Vietnam og unnu 7-1.

Arsenal komst í 7-0 í leiknum en það var Giroud sem skoraði fyrstu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og gerði glæsilega þrennu í þessum leik. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fjórða markið á 46. mínútu, en ungstirnið Chuba Akpom lítur vel út í þessum vináttuleikjum og setti tvö mörk á fjögurra mínútna kafla, en hann skoraði einnig gegn Indónesíu. Það var svo Ignasi Miquel sem kom Arsenal í 7-0 þegar korter var eftir en Víetnam menn klóruðu í bakkan með marki.

Vissulega eru þessi lið ekki hátt skrifuð, en þetta er allavega að líta töluvert betur út heldur en hjá kollegum okkar í Chelsea og Manchester liðunum sem eru að spila ansi tæpa leiki gegn ekkert það mikið betri liðum og með álíka blöndu af unglingum og a-liðsmönnum. Því gefa þessar tölur góða raun fyrir tímabilið og nú er að vona að þeir rífi sig upp og sýni þetta form strax frá upphafi leiktíðar enda telja sigrar í vináttuleikjum ekkert í lok leiktíðar.

Eyþór Oddsson

Comments

comments