Uncategorized — 10/04/2013 at 23:34

Angha til Nurnberg (Staðfest)

by

Arsenal U19 v PFC CSKA U19 - NextGen Series Quarter Final

Arsenal staðfesti í dag að miðvörðurinn ungi, Martin Angha, sem leikið hefur í akademíu liðsins sé búinn að skrifa undir samning hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu FC Nurnberg og gengur til liðs við félagið í sumar.

Angha spilaði með aðalliðinu þegar þeir unnu Coventry 6-1 í deildarbikarnum og kom inná sem varamaður gegn Olympiakos í 2-1 tapi í Meistaradeildinni.

Angha er 19 ára miðvörður og getur leikið alls staðar í vörninni en hann á fjölda landsleikja að baki með unglingalandsliðum Sviss.

 

Eyþór Oddsson

Comments

comments