Uncategorized — 18/07/2013 at 23:59

Andre Santos á leið til Flamengo

by

Andre-SantosFram kemur á vefsíðu SkySports nú klukkan 11 í kvöld að Flamengo sé við það að klára kaup á brasílska bakverðinum Andre Santos, sem er í mismiklum vinsældum stuðningsmanna.

Sérstaklega eru stuðningsmenn pirraðir eftir að hann átti slakar frammistöður að þeirra mati, en einnig eftir að hann skipti á búningum við Robin van Persie í hálfleik í leik Arsenal gegn Man Utd fyrr á tímabilinu.

Santos var í láni hjá Gremio frá því í febrúar en hann er þriðji bakvörður Arsenal núna eftir komu Nacho Monreal til félagsins og því gott fyrir kappan að fara til að fá að spila meira.

Yfirlýsingar segja að Santos muni skrifa undir tveggja ára samning við Flamengo.

,,Skjalið frá Arsenal sem við vorum að bíða eftir er komin. Allt hefur verið samþykkt milli leikmannsins og klúbbsins. Núna bíðum við bara eftir skjalinu sem staðfestir félagaskiptin og að kynna hann, það ætti að gerast á föstudag. Santos er á hóteli liðsins í læknisskoðun,” segir Paulo Pelaipe, einn af stjórnarmönnum Flamengo.

,,Tilfinningin gæti ekki verið betri þar sem ég er mjög ánægður með þann árangur að spila fyrir frábært lið á borð við Flamengo. Mér líður eins og sigurvegara. Ég vonast til að skrifa söguna hér, vera meistari og vinna marga leiki og titla.”

Comments

comments