Uncategorized — 31/07/2012 at 12:00

Almunia semur við Watford

by

Manuel Almunia fyrrverandi markmaður Arsenal hefur verið að undanförnu í viðræðum við Watford. Núna hefur félagið staðfest að þeir hafa samið við Almunia til eins árs.

Almunia sem varð samningslaus í sumar spilaði engan leik fyrir Arsenal á síðasta tímabili en fór á lán til West Ham og spilaði 4 leiki. Hann spilaði á sínum tíma 109 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa slegið út Jens Lehmann. Lengi vel var talað um að hann myndi gerast enskur ríkisborgari til að spila með enska landsliðinu en aldrei varð neitt úr því.

SHG

Comments

comments