Uncategorized — 05/07/2015 at 01:42

Alexis tryggði Chile Suður-Ameríkubikarinn

by

Arsenal v AS Monaco - Emirates Cup

Argentína og Chile gerðu markalaust jafntefli í úrslitaleik Copa America í kvöld, en hvorugu liðinu tókst heldur að skora í framlengingu.

Okkar maður, Alexis Sanchez var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Chile en hann skoraði úr síðustu vítaspyrnunni í vítaspyrnukeppninni sem endaði með 4-1 sigri Chile.

Chile skoraði úr öllum sínum spyrnum en Ever Banega og Gonzalo Higuain klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Argentínu og því eru Chile Suður-Ameríku meistarar 2015 eftir 4-1 vítaspyrnusigur á Argentínu!

Arsenal.is óskar Sanchez til hamingju og vonum að titlum hans fjölgi á næsta tímabili í Arsenal treyjunni!

EEO

Comments

comments