Uncategorized — 25/09/2014 at 22:21

Alexis spenntur fyrir helginni

by

Alexis Sanches

Alexis Sanchez virðist vera orðinn frekar spenntur fyrir helgina ef marka mætti liðsfélaga hans Alex Oxlade-Chamberlain. Chamberlain gaf það út í viðtali við Arsenal.com að Alexis sé æstur að komast á æfingu og taka á því fyrir leikinn gegn Tottenham um helgina en vaninn svona stuttu eftir leik sé að taka því rólega og taka létta æfingu.
“Alexis og Jack spiluðu nítíu mínútur um daginn og ættu að vera á öðrum degi hvíldar en Alexis er var æstur í að taka góða æfingu og það þurfti að segja honum að slaka á.”
“Augljóstlega þá vita allir í hópnum sem hafa tekið þátt í derby leik í norður london hversu stór leikur þetta er. Allir vilja vinna vel og tryggja sæti sitt til taka þátt í þessum leik.”

Við vonum að liðið sýni sinn rétta innri anda í þessum leik og skili sínu vel í þessum stóra leik.

Magnús P.

Comments

comments