Uncategorized — 10/07/2014 at 19:38

Alexis Sánchez kominn til Arsenal

by

Arsenal Unveil New Signing Alexis Sanchez

Arsenal hefur keypt Alexis Sánchez frá Barcelona. En þessi framherji/vængmaður skoraði 39 mörk í 88 deildarleikjum fyrir Barcelona.

Daginn sem Arsenal frumsýnir nýja PUMA búninginn frumsýna þeir nýjan leikmann. Sánchez er 25 ára Sílebúi sem hefur spilað vel með Barcelona og spilaði virkilega vel með landi sínu á HM.

Loksins er leikmaður keyptur snemma. Það er, ekki á lokadeginum. Sánchez mun ná undirbúningstímabilinu og það hefur ekki gerst lengi. Spurning hvort þessi kaup séu merki um breytta tíma hjá Arsenal.

Viljum nota tækifærið og benda á að þú hefur tækifæri á að sjá Sánchez spila sinn fyrstaleik fyrir Arsenal. En við förum í hópferð á opnunarleik tímabilsins.
http://gaman.is/ferdhir/fotboltaferdhir/arsenal?task=view_event&event_id=1174

Comments

comments