Uncategorized — 15/02/2015 at 13:03

Alexis Sanchez ekki sjálfum sér líkur

by

Arsenal v AS Monaco - Emirates Cup

Arsene Wenger stjóri Arsenal segir að stjörnuleikmaðurinn Alexis Sanchez hafi ekki verið sjálfum sér líkur í síðasta leik liðsins gegn Leicester City.

Alexis hafði verið tæpur fyrir leikinn en Arsenal vann leikinn 2-1. Arsenal á leik gegn Middlesbrough í bikarnum kl 16:00 en enn hefur ekki verið gefið út hvort að Alexis spili leikinn en hann er tæpur.

Arsene Wenger:

Það var ekki sama ákefð í leik hans eins og hann hafði verið með. Ég er ekki viss hvort hann hafi getað sprettað eins mikið og hann er vanur. Ég veit ekki hvort það sé vegna sparksins sem hann fékk í hnéð, en hann var ekki hann sjálfur í leiknum

Hann er með bólgin hné og getur ekki hreyft sig eins vel og hann er vanur, en þetta er bara smávægilegt spark, ekkert meira en það. Ef hann verður ekki tilbúinn í dag, þá verður hann tilbúinn í næsta leik

Þessi frétt birtist einnig á fótbolti.net í dag
EEO

Comments

comments