Uncategorized — 11/01/2015 at 15:26

Alexis með stórleik í sannfærandi sigri á Stoke City

by

Arsenal v AS Monaco - Emirates Cup

Arsenal 3-0 Stoke City
1-0 Laurent Koscielny (‘6)
2-0 Alexis Sanchez (’33)
3-0 Alexis Sanchez (’49)

Arsenal lagði rétt í þessu Stoke City á heimavelli í 13. sinn í röð.

Það var Laurent Koscielny sem átti fyrsta markið með skalla eftir glæsilega fyrirgjöf frá Alexis Sanchez.

Alexis sjálfur skoraði síðan á 33. mínútu með glæsilegu framtaki en hann reyndi þríhyrningsspil við Rosicky, boltinn af varnarmanni Stoke og aftur til Alexis sem tók á rás og setti hann úr einstaklega þröngu færi.

Það var síðan í upphafi seinni hálfleiks sem Arsenal fengu aukaspyrnu rétt utan teigs sem Alexis Sanchez tók. Alexis skaut boltanum undir vegginn en boltinn átti viðkomu í bæði stönginni og höfði Begovic áður en boltinn lak í netið.

Glæsilegur 3-0 sigur Arsenal staðreynd, en Stoke hefur aldrei í sögunni tekið með sér stig frá Emirates og það breyttist ekki í dag.

Arsenal er nú komið upp að hlið Southampton í 4. sætinu, sem eiga leik til góða gegn Manchester United á eftir en Arsenal taka fram úr Tottenham í 5. sætinu eftir tap Tottenham gegn Alan Pardew og félögum í Crystal Palace í gær.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments