Uncategorized — 08/08/2011 at 17:16

Alex Oxlade-Chamberlain kominn (staðfest)

by

Nú hefur Arsenal staðfest að Alex Oxlade-Chamberlain er orðinn leikmaður Arsenal.

Chamberlain gekkst undir læknisskoðun hjá Arsenal fyrr í dag og skrifaði síðan undir samning við félagið, talið er að kaupverðið sé um 10 milljónir punda. Chamberlain er 17 ára og er miðjumaður. Hann hefur verið hjá Southampton síðan hann var 7 ára gamall en hefur nú fylgt sama vegi og Theo Walcott sem var einnig hjá Southampton þar til Arsenal keypti hann.

Alex Oxlade-Chamberlain hefur spilað 44 leiki fyrir aðallið Southampton og skorað samtals 10 mörk, hann er talinn einn efnilegasti Enski leikmaðurinn og voru Liverpool og Manchester United einnig orðaðir við hann fyrr í sumar.

Ekki er enn komið í ljós hvaða númer hann verður með á treyjunni í vetur, En ég leyfi mér að giska á 15.

 

Comments

comments