Uncategorized — 04/08/2015 at 14:04

Akpom lánaður til Hull

by

Hull City hefur fengið sóknarmanninn unga Chuba Akpom að láni.

Akpom hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars þrennu í fyrsta æfingaleik liðins í sumar.

Wenger sagðist þá ætla að nota Akpom í vetur og hann yrði ekki lánaður. Það hefur hins vegar breyst og skrifaði hann í dag undir hjá Hull.

Akpom hefur spilað 7 leiki fyrir Arsenal, 3 í deild, 3 í FA Cup og einn í Deildarbikarnum allt sem varamaður.

Arsenal v Aston Villa - Premier League

SHG

Comments

comments