Uncategorized — 16/07/2015 at 06:00

Akpom: Er bara að verða betri

by

Arsenal v Aston Villa - Premier League

Framherjinn Chuba Akpom var í skýjunum með frammistöðuna gegn liði Singapore í 4-0 sigrinum í gær.

Akpom skoraði þrennu í leiknum og stóð sig vel, líkt og allt liðið, en Wenger gaf það út að Akpom yrði ekki lánaður þetta tímabilið líkt og það síðasta.

,,Þetta var góð liðsframmistaða en það var jafnvel betra að ná þrennu. Ég vona að ég geti bara haldið mínu striki áfram út undirbúningstímabilið og taka það með mér inn í tímabilið.”

,,Þú verður að gefa 100% í þetta því þú færð ekki þetta tækifæri svo oft, svo að þegar þú færð það verður þú að gera sem mest úr því. Vonandi hefur stjórinn séð að ég hef verið að vinna vel á æfingum, á vellinum og vonandi get ég fengið meiri spilatíma á þessu tímabili.”

,,Ég hef verið hjá Arsenal frá því ég var sex ára, svo að það eru nokkur ár en ég vill virkilega vera hér áfram. Þetta tímabil gæti verið stórt fyrir mig og með mikilli vinnu gæti þetta orðið tímabil tímamóta fyrir mig. Aðal málið er að vera hér og ég held að lánssamningurinn hafi hjálpað mér að ná í reynslu. Ég er bara að verða betri allan tíman.”

EEO

Comments

comments