Uncategorized — 17/07/2015 at 14:13

Ajax staðfestir að Sanogo komi á láni

by

Stoke City v Arsenal - Premier League

Ajax staðfesti rétt í þessu á Twitter síðu sinni að framherjinn Yaya Sanogo hafi verið fenginn til félagsins á eins árs lánssamningi.

Þar mun hann berjast um stöðu í byrjunarliðinu við Pólverjan Arkadiusz Milik og leysir þar með Kolbein Sigþórsson af hólmi í eitt tímabil hið minnsta, en Kolbeinn gekk á dögunum til liðs við Nantes í Frakklandi.

Sanogo spilaði nokkra leiki með Arsenal á seinustu leiktíð en hann var lánaður til Crystal Palace á síðari hluta tímabilsins.

EEO.

Comments

comments