Uncategorized — 25/09/2012 at 10:39

Ahmed Musa segist vilja í Arsenal

by

Hinn 19 ára gamli leikmaður CSKA Moscow Ahmed Musa hefur nú látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann ætli sér að verða jafn góður og Cristiano Ronaldo og hann vilji þá spila fyrir Arsenal.

Musa er sagður vera einn efnilegasti framherji í heiminum í dag en hann er frá Nígeríu og skrifaði undir samning við CSKA Moscow í Janúar á þessu ári. Musa hefur skorað 4 mörk í 8 leikjum fyrir Rússnenska liðið ásamt því að leggja upp 2 mörk.

En Arsenal aðdáendur gætu þó þurft að bíða töluvert eftir að sjá hann í Arsenal treyju þar sem hann er með samning til ársins 2016 hjá CSKA og svo er spurning líka hvort Arsene Wenger hafi yfir höfuð áhuga á leikmanninum.

httpv://youtu.be/c5GQwnopk7M

Comments

comments