Uncategorized — 25/01/2015 at 19:32

Aftur vann Arsenal Brighton 2-3

by

Rosi_Brighton

Arsenal fór til Brighton í FA Cup fyrir tveimur árum og vann þá 2-3, í dag mættust þessi lið aftur í FA Cup á sama velli og aftur vann Arsenal 2-3.

Leikmenn sem eru að koma úr meiðslum fengu tækifæri í þessum leik auk þess sem Alexis, Mertesacker og Santi fengu hv íld.

Fyrri hálfleikur var algjör eign Arsenal og sáu Walcott og Özil um að Arsenal færi inn í hálfleik með 2-0 forystu. Síðari var meiri spennandi og skoraði Rosicky sem var klárlega maður leiksins á meðan Brigton skoraði tvö mark. Eins og fyrr segir 3-2 sigur hjá Arsenal.

Það kemur svo í ljós á morgun hvaða lið Arsenal mætir í næstu umferð, ef það er til bikarguð og haldi hann með Arsenal þá sér hann væntanlega til þess að Liverpool og Man Utd mætist í næstu umferð, það er að segja ef þau komast áfram.

SHG

Comments

comments