Uncategorized — 25/05/2015 at 00:42

Aftur er Wilshere með mark ársins

by

jack

Eins og flestir muna þá skoraði Jack frábært mark í fyrra gegn Norwich sem var valið mark ársins af BBC. Það mark var dæmigert liðsmark sem kom eftir frábæra sókn Arsenal.

Í dag skoraði Jack annað glæsilegt mark en það var miklu meira “einstaklings-mark” ef hægt er að segja. Viðstöðulaust skot sem sýndi hversu frábæra tækni drengurinn hefur, og eftir síðasta Match of the day tímabilsins þá var markið hans frá því fyrr í dag valið mark ársins.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Úrvalsdeildarinnar sem sami leikmaðurinn á mark ársins tvö ár í röð.

Markið

SHG

Comments

comments