Uncategorized — 03/08/2012 at 18:00

Afobe lánaður til Bolton

by

Hinn 19 ára sóknarmaður, Benik Afobe, hefur verið lánaður til Bolton út þetta tímabil.

Eins og kunnugt er þá féll Bolton úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en þeir ætla sér strax aftur upp. Frá því að Owen Coyle tók við þjálfarastöðu Bolton þá hefur hann verið duglegur að fá unga leikmann að láni frá Arsenal. Afobe bætist í hóp þeirra Jack Wilshere og Ryo Miyaichi sem hafa fengið góða reynslu á Reebook Stadium.

Afobe hefur ekki spilað mótsleik með aðalliði Arsenal en hann spilaði alla þrjá leiki liðsins í ferð þeirra til Asíu núna í sumar. Hann spilaði einnig með Englendingum í lokakeppni Evrópumóts U-19 ára í sumar og skoraði 2 mörk og hjálpaði þjóð sinni að komast í undanúrslit.

SHG

Comments

comments