Afhverju fór Van Persie til ManU, Hér segir hann söguna.

Robin Van Persie fór frá Arsenal til Manchester United árið 2012 eftir að hafa leikið 278 leiki fyrir Arsenal og skorað 132 mörk. Stuðningmönnum Arsenal var ekki skemmt enda var leikmaðuirnn nýbuinn að eiga snilldar tímabil með Arsenal þar sem hann skoraði 37 mörk. Stuðningsmenn Arsenal hafa heldur aldrei skilið þessa ákvörðun að selja einn besta leikmanninn til höfuð andstæðinga Arsenal sem gerði það síðan að verkum að Manchester United vann titilinn fyrsta árið sem Robin vanPersie lék með þeim en hann skoraði þá 30 mörk fyrir United það tímabilið og 26 í deildinni.

van Persie hefur þagað í heil 7 ár um þessi skipti hans frá Arsenal til Manchester United en í gær ákvað hann í fyrsta skipti að tjá sig um þessi félagaskipti á BT Sport sjónvarpsstöðini. Myndbandið og svörun hans sérðu hér að ofan

Ég mæli að sjálfsögðu með því að fólk horfi á myndbandið en svona stutta svarið við spurningunni “Afhverju fór Van Persie til Manchester United ?” Þá var það einfaldlega vegna þess að Arsenal vildi ekki gera nýjan samning við hann. (Þarna er ég nokkuð viss um að Ivan Gasidiz og Arsene Wenger hafi ráðið öllu )

Er Robin Van Persie svikari ?