Uncategorized — 31/07/2013 at 11:35

Aðdáendur hlakkar mest til að sjá Higuaín

by

EmiratesCup2013

Fjölmiðladeild Arsenal hefur mikið þurft að auglýsa Emirates Cup sem verður um næstu helgi. Yfirleitt hefur gengið vel að selja miða en núna er sagan önnur.

Flestir vilja meina það að EF Arsenal væru búnir að standa við stóru orðin og búnir að kaupa stórstjörnu þá þyrfti ekki að auglýsa þessa keppni. En nýjasta útspil Arsenal F.C. snérist upp í höndunum á þeim.

Arsenal F.C. bað þá sem eru með Twitter aðgang að skrifa hvaða leikmenn þeir hlakka mest til að sjá.

Jú, það er Gonzalo Higuáin sem féll lang flest atkvæði. Ekki núverandi eða fyrrverandi leikmenn Arsenal heldur argentíski sóknarmaðurinn sem næstum því var farinn í Arsenal þegar þeir ákváðu að hætta við og setja öll sín egg í eina körfu og reyna að fá Suarez frá Liverpool.

Efstu fimm:
Hugaín
Eboue
Cazorla
Wilshere
Sanogo

SHG

Comments

comments