Uncategorized — 28/07/2015 at 10:19

Aðdáendur hafa mikla trú á Adelaide

by

Arsenal v VfL Wolfsburg - Emirates Cup

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Emirates Cup að nýji Frakkinn í herbúðum Arsenal, Jeff Reine-Adelaide kann knattspyrnu.

Þessi 17 ára vængmaður kom inn á gegn Lyon í fyrri leiknum og var svo í byrjunarliðinu gegn Wolfsburg. Hann sýndi á köflum magnaða takta og gerði virkilega vel þegar hann lagði upp sigurmarkið fyrir Theo Walcott.

Strax eftir Emirates Cup setti Arsenal upp skoðunarkönnun á heimasíðu sinni Arsenal.com þar sem hægt er að kjósa um þá leikmenn sem líklegastir eru til að ná árangri.

Akpom, Crowley, Iwobi og Zelalem eru á listanum ásamt Adelaide og er hann að “rústa” þessari könnun eins og er með 49% atkvæða á meðan Akpom er næstur með 21%.

Arsenal aðdáendur þekkja það þó að lítið samhengi er milli þess að standa sig vel á Emirates Cup og vera svo frábær leikmaður eftir að Sanogo skoraði fjögur mörk í einum leik í fyrra.

SHG

Comments

comments