Uncategorized — 17/05/2013 at 17:34

Aðalfundur Arsenalklúbbsins á Íslandi 2013

by

arsenal_iceland

Aðalfundur Arsenalklúbbsins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 25. maí 2012 kl. 15.00 í Gamla kaupfélaginu á Akranesi.

Dagskrá aðalfundarins er hefðbundinn samkvæmt 11. gr. laga Arsenalklúbbsins á Íslandi. Tvö framboð til stjórnar, tvö framboð til varstjórnar og eitt framboð til formanns bárust og verða því þessir aðilar sjálfkjörnir í stjórn.

a) Kjör fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar lögð fram.
c) Endurskoðaðir reikningar stjórnar lagðir til samþykktar.
d) Breytingar á lögum félagsins.
e) Ákvörðun á félagsgjaldi fyrir næsta starfsár.
f) Kjör stjórnar.
g) Kjör endurskoðanda.
h) Önnur mál.

Vonumst við til að sjá ykkur sem flest.

ARSENALKVEÐJUR
STJÓRNIN.

Comments

comments