Arsenalklúbburinn — 15/05/2017 at 17:35

Aðalfundur Arsenalklúbbsins 2017

by

Aðalfundur Arsenalklúbbsins verður haldinn 25. maí næstkomandi, að Bæjarhrauni 14, á efri hæð klukkan 16:00.

Dagskrá aðalfundarins er hefðbundin samkvæmt 9. gr. laga Arsenalklúbbsins á Íslandi. Tvö framboð bárust til stjórnar og verða þeir því sjálfkjörnir, eitt framboð barst í formanninn og er hann því sjálfkjörinn sem og þeir þrír sem buðu sig fram í varastjórn.

Jafnframt þá barst ein tillaga til lagabreytingar.

a) Kjör fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar lögð fram.
c) Endurskoðaðir reikningar stjórnar lagðir til samþykktar.
d) Breytingar á lögum félagsins.
e) Ákvörðun á félagsgjaldi fyrir næsta starfsár.
f) Kjör stjórnar.
g) Kjör endurskoðanda.
h) Önnur mál.

Stjórnin.

Comments

comments