Uncategorized — 21/05/2015 at 12:59

Aðalfundur Arsenalklúbbsins 2015

by

arsenal_iceland

Aðalfundur Arsenalklúbbsins á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 18.00 í Gamla Vínhúsinu (Hansen) í Hafnarfirði.

Dagskrá aðalfundarins er hefðbundin samkvæmt 11. gr. laga Arsenalklúbbsins á Íslandi. Tvö framboð bárust til stjórnar og verða þeir því sjálfkjörnir. Ekkert framboð kom fram á móti sitjandi formanni og er hann því sjálfkjörinn.  Þrjú framboð bárust til varstjórnar og því kosið til varastjórnar.

Jafnframt hefur borist tillaga að lagabreytingu sem kosið verður um en hún er kynnt hér að neðan.

Annars er dagskráin með þessum hætt:
a) Kjör fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar lögð fram.
c) Endurskoðaðir reikningar stjórnar lagðir til samþykktar.
d) Breytingar á lögum félagsins.
e) Ákvörðun á félagsgjaldi fyrir næsta starfsár.
f) Kjör stjórnar.
g) Kjör endurskoðanda.
h) Önnur mál.

 

 

Eftirfarandi tillaga að lagabreytingu hefur borist.

Eins og er, er 9. gr svona

9.gr.

Aðalfundur Arsenalklúbbsins á Íslandi hefur æðsta vald í málefnum félagsins.

Aðalfund skal halda í maí, fyrsta laugardag eftir síðasta leik tímabilsins ár hvert og skal stjórn félagsins boða til hans með minnst 7 daga fyrirvara með tryggum hætti, t.d. með tölvupósti.

Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað. Auk þess skal boða til almenns félagsfundar að kröfu tveggja stjórnarmanna eða ef 1/5 hluti félagsmanna fer fram á það skriflega við stjórn félagsins.

Afl atkvæða ræður úrslitum um afgreiðslu mála á fundum félagsins, sbr. hins vegar 10 gr.

 

 

Tillaga er að hún verði svona.

 

Aðalfundur fer með æðsta vald í skipulagsmálefnum félagsins og hefur einn vald til að breyta lögum þess.

Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en í lok maí ár hvert. Aðalfund skal auglýsa á heimasíðu félagsins og  boða öllum félagsmönnum skriflega og/eða með rafrænum pósti, dagskrá með a.m.k. viku fyrirvara og er hann þá lögmætur.

Í aðalfundarboði skulu kynntar þær tillögur til lagabreytinga, sem óskað er eftir að hljóti afgreiðslu aðalfundar. Með aðalfundarboði skulu einnig fylgja upplýsingar um framboð til stjórn félagsins, sem kjósa á um á fundinum.

Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað. Auk þess skal boða til almenns félagsfundar að kröfu tveggja stjórnarmanna eða ef 1/5 hluti félagsmanna fer fram á það skriflega við stjórmina.

Verkefni aðalfundar eru eftirfarandi:

  1. a) Kjör fundarstjóra og fundarritara.
  2. b) Skýrsla stjórnar lögð fram.
  3. c) Endurskoðaðir reikningar stjórnar lagðir til samþykktar.
  4. d) Breytingar á lögum félagsins.
  5. e) Ákvörðun á félagsgjaldi fyrir næsta starfsár.
  6. f) Kjör stjórnar.
  7. g) Kjör endurskoðanda.
  8. h) Önnur mál.

Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema þegar tillögur til breytinga á lögum félagsins eru afgreiddar, en 2/3 hluta fundarmanna á löglegum aðalfundi þurfa að greiða þeim atkvæði til að þær taki gildi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 1. maí næstan á undan aðalfundardegi. Skal þess getið frá hverjum tillagan kemur.

Framboð til stjórnar Arsenalklúbbsins á Íslandi skulu tilkynnt stjórn fyrir 1. maí næstan á undan aðalfundardegi. Tilkynningu skal fylgja staðfesting þess sem býður sig fram á því að hann gefi kost á sér til embættisins. Kosningar til stjórnarsetu og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar skulu vera leynilegar.

Atkvæðisrétt á aðalfundum og kjörgengi í embætti hafa þeir félagsmenn sem eru fullgildir félagar þann 1. maí næst á undan aðalfundi.

 

 

Við þessa breytingu falla 10. og 11. grein úr gildi, En þær eru eftirfarandi:

10.gr.
Lagabreytingar verða aðeins bornar upp á aðalfundi eða almennum félagsfundi og þurfa samþykki 2/3 hluta félagsmanna sem eru mættir og greiða atkvæði.
Lagabreytingartillögum skal koma skriflega á framfæri við stjórn félagsins minnst 14 dögum fyrir aðalfund. Ef slík tillaga hefur komið fram skal upplýsa um slíkt í fundarboði og greina frá efni tillögunnar.

11.gr.
Verkefni aðalfundar eru eftirfarandi:
a) Kjör fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar lögð fram.
c) Endurskoðaðir reikningar stjórnar lagðir til samþykktar.
d) Breytingar á lögum félagsins.
e) Ákvörðun á félagsgjaldi fyrir næsta starfsár.
f) Kjör stjórnar.
g) Kjör endurskoðanda.
h) Önnur mál.

 

 

Og þessi setning „ Framboðum til stjórnarkjörs skal skila eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.“ fellur út úr 12. grein. en hún mun annars vera eins og hún er:

12.gr.
Stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi skipa fimm aðalmenn og tveir til vara.  Aðalfundur skal fyrst kjósa formann sérstaklega. Síðan skal kjósa tvo stjórnarmenn og tvo til vara auk eins endurskoðanda. Stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti en því, að formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi.
Formaður félagsins er kosinn til tveggja ára í senn. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir tveir í einu til tveggja ára í senn, varamenn í stjórn og endurskoðandi eru kosnir til eins árs. Framboðum til stjórnarkjörs skal skila eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
Félagsmenn sem mæta á aðalfundinn fá atkvæðisrétt svo lengi sem þeir eru skuldlausir. Umboð skuli berast stjórn eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

 

Eftir stendur að lagagreinar klúbbsins verða 14 í stað 16.

Vonumst við til að sjá ykkur sem flest.

ARSENALKVEÐJUR
STJÓRNIN.

Comments

comments