Uncategorized — 21/07/2014 at 12:17

Abou Diaby vill ná góðu undirbúnings tímabili.

by

Tottenham-v-Arsenal-Abou-Diaby-Tom-Huddleston_2587922

Miðjumaðurinn knái en brothætti Abou Diaby sagði í viðtali við Arsenal.com að gott undirbúnings tímabil væri nauðsynlegt fyrir hann til að geta sannað sig.

Þessi franski miðjumaður sem missti af öllu seinassta tímabili spilaði fjörtíu og fimm mínutur í 0 – 2 sigri Arsenal á Boreham Wood seinasta laugardag. Diaby var ánægður með að klára leikinn í heilu lagi og sagði að leikurinn hafi verið hin fínasta æfing fyrir liðið.
„ég tel að þetta hafi verið góð leið til að undirbúa okkur. Þetta var góður leikur á móti góðu liði, dagurinn var góður svo við erum ánægðir. Það var mjög heitt fyrir alla og reyndum við bara að spila okkar leik.“
„Ég hef ekki spilað fjörtíu og fimm mínútur í meira en ár svo að það var ánægjulegt að vera kominn aftur. Ég vona að þetta haldist svona.“
„Undirbúningurinn hefur verið góður hingað til, við eigum enn þrjár vikur eftir og ég vona að ég nái að klára níutíu prósent af því og þá tel ég það árangursríkt fyrir mig. „

Næsti leikur Arsneal er á móti New York Red Bulls og hlakkar Diaby til að mæta félaga sínum og marka kóngi Arsenal, Thierry Henry.
„það er alltaf gott að ferðast til New York og þar munum við spila á móti góðu liði og gömlum vini.“
„þetta er mjög spennandi. Það er alltaf gaman að spila á móti goðsögn og okkur hlakkar mikið til.“

Það væri frábært að sjá Diaby spila í vetur og halda sér heilum. Ég hef líka alltaf sagt það að ef ákveðinn leikmaður (Dan Smith) hefði ekki tæklað okkar mann eins og hann gerði á sínum tíma þá væri Diaby örugglega einn besti miðjumaður heims í dag, en maður getur víst alltaf sagt ´hvað ef´.

Magnús P.

Comments

comments