Uncategorized — 24/03/2013 at 19:06

8-liða úrslit NextGen Series á mánudag

by

Arsenal FC v FC Schalke 04 - UEFA Champions League

Margir Arsenal aðdáendur eru eflaust orðnir þreyttir á titlaleysi Arsenal þessa dagana, en aðalliðið eins og kunnugt er á ekki möguleika á titli þetta árið. Fyrir gallharða Arsenal aðdáendur geta þeir látið sér nægja að horfa á U-19 ára liðið á morgun, mánudag en þeir eiga stóran leik fyrir höndum gegn CSKA Moscow í 8-liða úrslitum í NextGen Series, sem er einskonar Meistaradeild Evrópu fyrir unglingalið. Leikurinn er á Emirates.

Eflaust eru ekki allir sem hafa verið að fylgjast með þessari keppni, en ég ætla hér að rekja hvernig okkar mönnum hefur gengið og við hvernig leik má búast gegn sterku rússnesku liði.

Next-Gen Series er eins og áður sagði Meistaradeild Evrópu fyrir unglingalið. England sendi frá sér 6 lið í þetta sinn; Arsenal, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Aston Villa og Manchester City. Þetta er 24 liða mót og skipt er í sex fjögurra liða riðla. Fjögur lið komast uppúr hverjum riðli en þar sem þá verða eingöngu 12 lið eftir, þá eru fjögur lið úr þriðja sæti sem fara einnig áfram eftir árangri í sínum riðli.

Arsenal spiluðu í 6. riðli, sem að var lygilega jafn en ásamt Arsenal spiluðu Olympiacos, Marseille og At. Bilbao.

Úrslit Arsenal í riðlinum:
Arsenal 3-0 Marseille – Mörk: Nico Yennaris og Chuba Akpom (2 stk)
Olympiakos 2-0 Arsenal
Arsenal 0-0 Olympiakos
Marseille 1-0 Arsenal
Bilbao 0-0 Arsenal
Arsenal 4-2 – Mörk: Jon Toral (2 stk), Ansah, Hayden

Lokastaða: Olympiakos 9 stig, Arsenal 8, Marseille 8, Bilbao 7

Þegar hér var komið við sögu rétt klóruðu Arsenal sig áfram í 16-liða úrslit, en eins og sjá má er hægt að segja að Arsenal hafi verið heppnir að krækja í annað sætið eftir að hafa ekki skorað mark í fjóra leiki í röð.

Næsti leikur var gegn Inter Milan á útivelli en þar var flottur 1-0 sigur með marki frá Nico Yennaris og Arsenal því komnir áfram í keppninni, en ólíkt Meistaradeildinni sem við þekkjum er aðeins einn leikur í útsláttarkeppninni.

Það er hinsvegar ljóst að Arsenal mun mæta sterkum andstæðing í CSKA annað kvöld. CSKA unnu riðil 3 og í þeim riðli voru Chelsea, Ajax og Molde. Chelsea endaði í 3. sæti en náði nógu mörgum stigum til að klóra sig áfram í útsláttarkeppnina og eru komnir í undanúrslit, en sigurvegarinn í leik Arsenal og CSKA mætir Chelsea í undanúrslitum.

CSKA 2-1 Molde
Chelsea 1-2 CSKA
Molde 0-1 CSKA
CSKA 0-1 Chelsea
CSKA 2-0 Ajax
Ajax 2-1 CSKA

Í 16-liða úrslitum lögðu síðan CSKA Moscow lið PSV Eindhoven örugglega 3-0 og mæta því Arsenal annað kvöld.

Ritari þessarar fréttar vekur athygli á að þeir sem hafa áskrift að Arsenal Player á Arsenal.com geta séð leikinn annað kvöld klukkan 18:30 en einnig verður hægt að fylgjast með umræðum á spjallborði Arsenal stuðningsmanna á Facebook, “Nallarinn”.

 

Fréttaritari: Eyþór Oddsson

Comments

comments