Uncategorized — 19/07/2015 at 06:00

Wenger: Leikurinn frábær auglýsing enska boltans í Asíu

by

Arsenal Training Session & Press Conference

Arsene Wenger, stjóri Arsenal er kampakátur eftir sigurinn á Everton í úrslitaleik Barclays Asia Trophy.

Mesut Özil, Santi Cazorla og Theo Walcott sáu um að tryggja Arsenal sigurinn í þessum leik en liðið hefur sýnt fína takta í Asíu, en þeir fljúga nú til London þar sem Emirates Cup verður haldið í næstu viku.

,,Ég er ánægður með frammistöðuna því að einbeitingin á undirbúningstímabilinu er að finna gæðin í okkar leik aftur og ég tel að við höfum spilað mjög sannfærandi á löngum köflum í leiknum og eins og við viljum spila, með góðu liðsspili. Allir voru með sýn á leikinn sem vð vildum spila og það er jákvætt”

,,Það kom mér smá á óvart hvað við vorum beittir því við áttum góða og erfiða æfingu í gær og mér fannst leikmenn pínu þreyttir. Þeir voru svolítið beittir hér. Mér fannst leikurinn í kvöld vera frábær auglýsing fyrir enska knattspyrnu í Asíu. Fyrir okkur var þetta fullkomin ferð því við vorum með frábærar aðstæður, frábæra stuðningsmenn á hótelinu á hverjum degi og í heildina komum við hingað með 27 leikmenn, spiluðum tvo sannfærandi leiki og engin meiðsli.”

,,Walcott er beittur og vel undirbúinn. Hann er eins og hver einasti leikmaður, lítur út fyrir að vera í formi og er nálægt sínu besta formi. Það er pínu ótrúlegt hvernig leikmenn eru komnir aftur í gott form og orðnir hraustir því þeir undirbjuggu sig vel. Í dag hefur fótboltinn breyst, þeir koma aftur eftir hlé og byrja ekki á botninum, þeir gera heimavinnu sína og Walcott er einn af þeim.”

,,Á undirbúningstímabili byrjar þú að byggja upp sjálfstraust og sigurinn hjálpar. Þú bætir formið þitt og að eiga þessa leiki í hitanum hjálpar einnig. Gæðin í frammistöðunni ögrar ákefðinni. Þetta var góður undirbúningur fyrir okkur.”

,,Það er óvenjulegt að við séum með 27 leikmenn heila og ég vona að það haldist svoleiðis. Við fljúgum aftur til London núna og spilum Emirates Cup í næstu viku. Ef við höldum öllum heilum er það frábært.”

Comments

comments