Uncategorized — 18/07/2015 at 18:00

Mertesacker: Cech færir okkur smá extra sem vantaði

by

cech12

Varafyrirliðinn Per Mertesacker er spenntur fyrir því að sjá markvörðinn Petr Cech spila fyrir félagið.

Cech gekk til liðs við félagið fyrir skömmu frá Chelsea þar sem hann vann fullt af titlum

,,Mér finnst hann frábær kaup fyrir okkar lið. Hann er reyndur markvörður sem hefur sannað að hann er mjög góður og hefur unnið fullt af titlum með Chelsea. Ég tel að þetta séu frábær kaup fyrir okkur og frá því ég hitti hann fyrst hef ég haft þá tilfinningu að hann hafi sérstaka nærveru,” sagði Mertesacker

,,Hann miðlar skýrt frá sér, talar fullt af tungumálum og jafnvel smá þýsku, svo að hann nær til allra og það er gott fyrir okkur svo að hann geti bætt við þessu smá extra sem okkur vantaði.”

,,Ég tel að hann muni bjarga nokkrum erfiðum boltum og þess vegna kom hann. Hann þarf að ná upp sjálfstrausti sínu aftur með því að spila fyrir okkur og ég tel það mikilvægt fyrir hann. Í heildina hefur hann spilað fullt af leikjum í úrvalsdeild nú þegar. Hann mun bæta nokkrum við og við munum sjá hann upp á sitt besta”

EEO

Comments

comments