Uncategorized — 17/07/2015 at 21:00

Wenger: Kaupum bara leikmenn sem styrkja liðið

by

Wenger

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger trúir því að hann sé með nógu sterkan hóp nú þegar til að vinna titilinn í fyrsta skipti síðan 2004.

Arsenal hefur unnið FA bikarinn tvö ár í röð en nú kemur ekki annað til greina en að taka deildina að mati Wenger, þar sem hann trúir því að bikarsigrarnir hafi komið upp hugarfari sigurvegara í liðið.

,,Að vinna titilinn er markmiðið og okkur finnst við eiga séns á því í mjög samkeppnismikilli deild. Við vorum í þriðja sæti í fyrra og unnum FA bikarinn, svo að það sýnir að við erum ekki langt undan.”

,,Við erum með samheldinn hóp sem hefur gæðin og metnaðinn til að gera betur og það er okkar markmið. Eins og ég hef sagt áður erum við í deild sem er mjög erfitt að segja til um hversu góðir andstæðingarnir verða á þessu stigi og það er mikilvægt að einbeita sér að því að vera viss um að við séum eins sterkir og við getum verið, þá eigum við möguleika.”

,,Ég er ánægður með hópinn en ef við finnum einhvern sem er með mikið til að bæta hópinn þá munum við sækjast eftir því. Það fer eftir markaðnum, það er ekki auðvelt á þessu augnabliki því mörg lið eru að kaupa leikmenn og fjöldi leikmanna sem geta styrkt stóru liðin er ansi takmarkaður.”

EEO

Comments

comments