Uncategorized — 29/08/2014 at 11:05

Falcao til Arsenal?

by

dhaliye165

Fjölmiðlar í gær kepptust við að birta fréttir þess efnis að Radamel Falcao, framherji Monaco sé á leið til Real Madrid.

Svo virðist sem lítið hafi verið til í þessum orðrómum ef marka má orð fréttamiðilsins Metro, en þá hafa Real hætt við að fá leikmanninn.

Talið er að Real Madrid ætli að kaupa Alvaro Negredo frá Manchester City til að keppa við Karim Benzema um stöðu framherja.

Metro greinir frá því að Arsene Wenger sé í viðbragðsstöðu og ætli sér að klófesta leikmanninn. Wenger vildi lítið tjá sig í sambandi við fjölmiðla en gaf lítillega í skyn að eitthvað væri til í þessum orðrómum.

,,Þetta er mjög erfitt. Allar viðræður verða að vera leynilegar en ef eitthvað gerist, þá munuð þið vita það,” er haft eftir Wenger á slúðursíðunni Metro.

Eyþór Oddsson

Comments

comments