Uncategorized — 26/09/2012 at 21:10

6-1 stórsigur í Capital One bikarnum

by

Arsenal spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á þessu tímabili í Capital One bikarnum í kvöld þegar Coventry mætti á Emirates Stadium. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 39 mínútu en svo opnuðust flóðgáttirnar í seinni hálfleik. Oliver Giroud skoraði fyrsta mark leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain bætti við marki á 57 mínútu og Andrei Arshavin á þeirri 63. Walcott skoraði tvö mörk í þessum leik og komu þau á 74 og 90 mínútu. Ignasi Miquel átti síðan eitt mark sem hann setti með skalla á 80 mínútu. Coventry náði að skora eitt mark á 78 mínútu og staðan því í leikslok 6-1.

Arsenal er þá komið í 4 umferð keppninnar. Leikurinn var ekki sýndur í beinni útsendingu.

Damian Martinez og Martin Angha spiluðu sína fyrstu leiki fyrir aðallið Arsenal

LIÐIÐ:
Martinez
Miquel
Djourou
Angha
Yennaris
Santos
Coquelin (72)
Oxlade-Chamberlain (72)
Walcott
Arshavin
Giroud (72)

BEKKURINN:
Shea
Squillaci
Bellerin
Frimpong (72)
Eisfeld
Gnabry (72)
Chamakh (72)

Comments

comments