Uncategorized — 13/08/2014 at 21:48

Þýska tríóið mætt aftur til æfinga

by

Özil, Mertesacker og Podolski

Mesut Özil, Lukas Podolski og Per Mertesacker eru allir mættir aftur til æfinga eftir að hafa sigrað Heimsmeistaramótið í Brasilíu.

Mario Götze skoraði eina mark leiksins gegn Argentínu í uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Andre Schürrle.

Allir leikmenn Arsenal tóku einhvern þátt í Heimsmeistaramótinu en Özil var sá leikmaður sem að spilaði mest af þeim þremur og sá eini sem skoraði á mótinu, og það var í leik gegn Algeríu.

Leikmennirnir þrír fengu aukið frí eftir að hafa farið í gegnum alla útsláttarkeppnina og sigrað í úrslitaleiknum sjálfum og fengu meiri hvíld fyrir byrjun ensku úrvalsdeildarinnar.

Búist var við því að þeir myndu missa af opnunarleiknum í deildinni sem að byrjar núna næstkomandi laugardag, en nú er bara vona og sjá hvort þeir ná að vinna sig upp eftir fríið og spilað sig inní liðið fyrir leikinn gegn Crystal Palace á laugardaginn.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments