Uncategorized — 02/08/2014 at 14:02

Wenger: Keypti Sanchez vegna fjölhæfni

by

Arsenal Unveil New Signing Alexis Sanchez

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger segir að fjölhæfni framherjans Alexis Sanchez sé megin ástæða þess að Sanchez hafi verið keyptur.

Sanchez kom í hóp Arsenal í gær og ætti að eiga sinn fyrsta leik um helgina.

,,Hann er framherji og góður að klára færi. Hann stóð sig vel hjá Udinese, ég sá hann þar og hann var frábær,” sagði Wenger.

,,Þú sást síðan að hjá Barcelona var þetta aðeins erfiðara. Þetta er eins og þú getur séð með Neymar, að sjá hann með Barceloan og Brasilíu er ekki það sama. Mér líkar við að Alexis getur spilað vinstra megin, hægra megin og á toppnum og þess vegna fór ég á eftir honum.”

,,Í augnablikinu vil ég sjá hann í báðum stöðum. Ég tók hann því ahnn er leikmaður sem hefur gæði eins og Walcott, hann fer á bakvið varnarmenn þegar hann er ekki með boltan og með gæði hlaupa hans getur það verið mikilvægt fyrir okkur.”

,,Ég mun reyna að gefa honum smá tíma á sunnudaginn og nokkrar mínútur í dag,” sagði Wenger en Emirates Cup hefst í dag þar sem Arsenal mætir Benfica, en á morgun mæta þeir AS Monaco.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments