Uncategorized — 24/07/2014 at 21:15

Ramsey fann sig aftur eftir fund við Wenger

by

Olympique de Marseille v Arsenal - UEFA Champions League

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey var valinn leikmaður tímabilsins hjá Arsenal á seinustu leiktíð og fór hamförum á leiktíðinni, en þannig hefur það ekki alltaf verið hjá Ramsey.

Ramsey var harðlega gagnrýndur tímabilið áður fyrir spilamennsku sína og voru margir Arsenal stuðningsmenn farnir að missa trú á honum.

Ramsey komst aftur á beinu brautina eftir samtal við Wenger, þar sem farið var yfir málin og rætt hvernig Aaron gæti bætt sig.

,,Hann gekk í gegnum erfiða tíma og ég gat ekki spilað honum meira á Emirates. Ég sast niður með honum og sagði við hann að ég telji að málið sé ekki að fólki líki ekki við Ramsey, heldur líkar þeim ekki við spilamennsku hans á þessari stundu,” sagði Wenger á hóteli liðsins í New York.

,,Hann varð að koma til baka og spila einfaldari leik. Þegar þú átt erfiða tíma verðurðu að fara aftur í grunninn. Í fótbolta færðu sjálfstraustið til baka smátt og smátt þar til þú spilar eðlilega á ný.”

,,Vandamálið er að þegar þú átt gott högg í golfi til dæmis, þá viltu eiga eins högg í næsta leik. Þetta virkar ekki svoleiðis. Þú verður að æfa grunninn á fullu og síðan hægt og hægt kemstu á stað þar sem þetta verður auðveldara.”

,,Þú verður að fara til baka í grunninn til að fá sjálfstraust. Aaron sætti sig við það, gerði það og fékk aftur sjálfstraust. Þá sástu annan leikmann, því hann er snjall og þegar ég kom af þessum fundi, vissi ég að Aaron myndi koma til baka.”

,,Aaron hlustaði og áttaði sig á að hann yrði að breyta sínum leik og þess vegna er hann þar sem hann er í dag.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments