Uncategorized — 24/07/2014 at 00:21

Wenger: Willock er mjög spennandi leikmaður

by

Willock

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, hrósar ungstirninu Chris Willock í hástert eftir frammistöðu hans í æfingaleiknum gegn Boreham Wood á laugardag.

Willock, sem er 16 ára gamall sóknarmiðjumaður, getur einnig spilað úti á kanti og frammi en hann þótti standa sig vel í leiknum.

,,Hann er mjög ungur strákur og ég vildi að hann fengi tækifæri með stóru strákunum til að sjá hve mikið hann getur,” sagði Wenger í viðtali við Arsenal player.

,,Tæknilega og leikaðferðin gerði hann mjög vel. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að honum skorti smá styrk á þessum aldri en þegar það tekst mun hann vera áhugaverður leikmaður.”

,,Leikurinn var gott tækifæri til að gefa öllum 45 mínútur. Eftir fyrstu tvær vikurnar af æfingum var þetta ekki eins gott tæknilega. Okkur skorti smá hörku í hlaup og sendingar, sem er eðlilegt því við erum ekki tilbúnir og það var mjög heitt.”

,,Þetta er meira til að sjá hvaða leikmenn eru tilbúnir til að spila með aðalliðinu úr unglingaliðinu, sem er næst aðalliðinu. Fyrir leikmennina sem eru vanir að spila í úrvalsdeildinni var þetta til að sjá hversu hraustir þeir eru og hve mikla vinnu þeir þurfa að leggja á sig.”

Þess má geta að talið er að Manchester United hafi haft áhuga á að fá Willock í sínar raðir fyrr í sumar, en Willock ákvað þess í stað að skrifa undir nýjan samning við Arsenal.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments