Uncategorized — 19/07/2014 at 19:08

Ramsey: Léttir af okkur pressunni að hafa unnið titil

by

Olympique de Marseille v Arsenal - UEFA Champions League

 

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey trúir því að FA bikarsigurinn á síðustu leiktíð hafi létt pressunni af liðinu og komi til með að hjálpa þeim að vinna titla til framtíðar.

Ramsey átti magnað tímabil á seinustu leiktíð en hann skoraði meðal annars markið sem tryggði liðið FA bikarinn, sem var fyrsti bikarinn hjá Arsenal í 9 ár, auk fjölda annarra marka.

,,Ég held við höfum frábært tækifæri. Vonandi munu allir sem spiluðu á HM koma til baka sterkir og heilir og við getum farið vel af stað,” sagði Ramsey við heimasíðu Arsenal

,,Tilfinningin að vinna FA bikarinn var sérstök og ég er viss um að allir vilji það sama aftur. Við munum gefa allt til að vinna í ár.”

,,Fjölmiðlar voru alltaf að ítreka titlaleysi okkar um árin svo að það var mikilvægt að létta þeirri pressu af okkur. Við höfum bætt okkur undanfarin ár, það er góður liðsandi hér og allir vinna fyrir hvern annan”

Frétt frá fótbolti.net – Ritari Eyþór Oddsson

Comments

comments